Suárez samgleðst Liverpool

Luis Suárez og Lionel Messi ræða málin.
Luis Suárez og Lionel Messi ræða málin. AFP/Chris Arjoon

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez samgleðst fyrrverandi félagi sínu Liverpool. 

Suárez var til viðtals í gær eftir sigur Inter Miami á Orlando City, 5:0, þar sem Suárez og Lionel Messi fóru á kostum. 

Luis Suárez í leik með Liverpool.
Luis Suárez í leik með Liverpool. AFP

Sama dag vann Liverpool dramatískan sigur á Nottingham Forest, 1:0, en samlandi hans Darwin Núnez skoraði sigurmarkið undir blálokin. 

Spurður út í það sagðist Suárez vera mjög ánægður fyrir hönd Núnez og Liverpool. 

Suárez lék með Liverpool í þrjú ár, frá 2011 til 2014. Var hann einn albesti leikmaður heims á þeim tíma en hann gekk til liðs við Barcelona þar sem hann vann allt sem hægt er að vinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka