Klopp: Mér þykir það mjög leitt

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í gær.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í gær. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur ekki mikla trú á að Manchester United geti sigrað Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. 

Liverpool gerði jafntefli gegn United, 2:2, á Old Trafford í gær. Missti liðið þar toppsæti deildarinnar en Arsenal er nú á toppnum á markatölu. 

Manchester United fær Arsenal í heimsókn í næstsíðustu umferð deildarinnar í maí. Á blaðamannafundi eftir leikinn í gær var Klopp spurður út í þann leik. 

„Arsenal er gott lið og ef Manchester United spilar eins og í dag þá mun Arsenal vinna þann leik. Mér þykir mjög leitt að segja það, en það er staðreynd,“ sagði Þjóðverjinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert