Búinn að samþykkja að taka við Liverpool?

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Sporting Lissabon.
Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Sporting Lissabon. AFP/Miguel Riopa

Portúgalinn Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Sporting Lissabon, er sagður hafa komist að munnlegu samkomulagi við enska félagið Liverpool um að taka við sem stjóri karlaliðsins í sumar.

Sky í Þýskalandi greinir frá því að Amorim hafi veitt munnlegt samþykki í meginatriðum og að viðræður um þriggja ára samning í Bítlaborginni séu í gangi.

Samkvæmt þýska miðlinum eiga félögin tvö enn eftir að ná saman en samkvæmt heimildum Sky Sports í Liverpool er frétt Sky í Þýskalandi ekki rétt.

Sky Sports greindi frá því í síðustu viku að Amorim væri efstur á óskalista Liverpool og franski miðillinn Foot Mercato greindi frá að viðræður væru hafnar.

Jürgen Klopp lætur af störfum sem stjóri Liverpool í sumar eftir tæplega níu ára starf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert