Liverpool hefur viðræður við portúgalska stjórann

Rúben Amorim.
Rúben Amorim. AFP/Gabriel Bouys

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool hafa hafið viðræður við Portúgalann Rúben Amorim um að taka við stjórastöðunni hjá félaginu í sumar.

Það er franski miðillinn Foot Mercato sem greinir frá þessu en Amorim, sem er 39 ára gamall, stýrir í dag Sporting í heimalandinu.

Hefur stýrt Sporting frá 2020

Jürgen Klopp lætur f störfum sem stjóri Liverpool að yfirstandandi tímabili loknu en hann tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í október árið 2015.

Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool, þótti líklegastur til þess að taka við Liverpool um tíma en hann gaf það út á dögunum að hann yrði áfram hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi á næstu leiktíð.

Amorim hefur stýrt Sporting frá árinu 2020 og gerði liðið að meisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið en það var fyrsti meistaratitill félagsins í 19 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert