Úlfarnir vísa orðrómi um meinta nauðgun á bug

Úr leik á Molineux-leikvangi Wolverhampton Wanderers.
Úr leik á Molineux-leikvangi Wolverhampton Wanderers. AFP/Henry Nicholls

Enska knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers hefur fundið sig tilknúið að vísa orðrómi um að tveir leikmenn úrvalsdeildarfélags sem voru handteknir grunaðir um nauðgun séu leikmenn Úlfanna.

Orðrómur um að leikmennirnir tveir, sem báðir eru 19 ára gamlir, væru á mála hjá félaginu fór á kreik á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Enska félaginu fannst nóg um og gaf í dag út yfirlýsingu sem er svohljóðandi:

„Grein sem birtist í dagblaði í gær hefur komið af stað óviðeigandi orðrómi á veraldarvefnum vegna auðkenni tveggja einstaklinga sem sagðir eru sæta lögreglurannsókn.

Þó við myndum venjulega ekki tjá okkur um yfirstandandi lögreglurannsóknir finnum við okkur knúna, með velferð ungra leikmanna okkar í huga, til þess að staðfesta að ásakanirnar snúa ekki að neinum hjá Wolves.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert