Markvörður City á förum?

Ederson gæti verið á förum.
Ederson gæti verið á förum. AFP/Darren Staples

Brasilíski knattspyrnumarkvörðurinn Ederson gæti verið á förum frá fjórföldum Englandsmeisturum Manchester City í sumar. 

Hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano greinir frá en samkvæmt honum gæti Ederson farið frá félaginu ef gott tilboð berst. 

Ederson hefur verið aðalmarkvörður Manchester City undanfarin ár en varamarkvörður liðsins Stefan Ortega sýndi gæði sín á yfirstandandi tímabili er hann kom inn fyrir Ederson. 

Félög í Sádi-Arabíu hafa nú þegar haft samband varðandi Ederson og verður honum frjálst að fara þangað ef hann vill. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert