Sumarnámskeið í rafíþróttum spretta upp

Börn úti að leik. Oftar en ekki blanda sumarnámskeið í …
Börn úti að leik. Oftar en ekki blanda sumarnámskeið í rafíþróttum saman tölvuleikjaspilun og hefðbundnum leikjum og afþreyingu. mbl.is//Styrmir Kári

Sumarið er að renna í hlað og bera fer á ýmsum sumarnámskeiðum fyrir börn og ungmenni. Þar á meðal eru námskeið í rafíþróttum en nú má finna auglýsingar fyrir slík námskeið hjá Fylki, XY Esports og KR, og gætu fleiri bæst í hópinn.

Jafnvægið í fyrirrúmi hjá KR

Rafíþróttadeild Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður með sex námskeið yfir þrjú tímabil frá 14. júní til 6. ágúst. Er áhersla lögð á að skipta jafnt milli rafíþrótta annars vegar og hreyfingu og afþreyingu hins vegar. Námskeiðið verður haldið í húsnæði KR við Frostaskjól.

Auglýsing fyrir sumarnámskeið rafíþróttadeildar KR.
Auglýsing fyrir sumarnámskeið rafíþróttadeildar KR.

Fylkir með námskeið langt inn í ágúst

Rafíþróttadeild Fylkis verður með átta námskeið yfir tímabilið 14. júní til 20. ágúst. Áætlað er að skólasetning í grunnskólum verði mánudaginn 23. ágúst og eru því námskeið í boði alveg fram að því. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Fylkis við Norðlingabraut.

Auglýsing fyrir sumarnámskeið rafíþróttadeildar Fylkis.
Auglýsing fyrir sumarnámskeið rafíþróttadeildar Fylkis.

Samspil tölvuleikja og hreystiæfinga hjá XY

XY Esports verður með sex námskeið yfir sex vikur á tímabilinu 14. júní til 20. ágúst. Þar eru námskeiðin því líka fram að skólasetningu. Áhersla er m.a. lögð á samspil tölvuleikja og hreystiæfinga. Námskeiðið verður haldið í húsnæði CrossFit XY við Miðhraun.

Lýsing á sumarnámskeiði XY Esports.
Lýsing á sumarnámskeiði XY Esports.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert