Bardagatölvuleikir gleymast oft í umræðunni

Stærðarinnar Tekken-mót var haldið á dögunum í Smáralind, hið fyrsta sinnar tegundar. Þar voru menn á öllum aldri sem allir áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á Tekken-tölvuleiknum og girnast fyrstu verðlaunin: Hina vinsælu PlayStation 5, nýju leikjatölvuna frá Sony.

Þar náði mbl.is tali af félögum tveimur, þeim Breka Erni Sigurðarsyni og Erlingi Atla Pálmarssyni, en þeir eru einir stærstu aðdáendur Nintendo-tölvuleiksins Super Smash Bros. á Íslandi og halda meðal annars uppi umræðuvettvangi á Facebook um leikinn. Tekken svipar til Super Smash Bros. og því mátti vænta þess að þeir félagarnir væru góðir.

„Ég er mjög ánægður að mbl.is sé að halda Tekken-mót í Smáralind,“ sagði Breki en sjálfur hefur hann þegar haldið mót í Super Smash Bros. „Mér líður eins og bardagaleikir séu smá gleymdir,“ sagði Erlingur, einnig í skýjunum með að spila á mótinu.

Breki var þegar kominn upp um þrep þegar mbl.is náði á þá en Erlingur því miður ekki jafn heppinn en hann datt úr leik.

„Mér líður eins og bardagaleikir séu smá gleymdir,“ sagði Erlingur, …
„Mér líður eins og bardagaleikir séu smá gleymdir,“ sagði Erlingur, í skýjunum með að spila á mótinu. Erlingur er vinstra megin. Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert