Frægir sem tala fyrir persónur í tölvuleikjum

Gary Oldman talar fyrir Viktor Reznov í tölvuleikjunum Call of …
Gary Oldman talar fyrir Viktor Reznov í tölvuleikjunum Call of Duty:World at War og Black Ops. AFP

Tölvuleikjaunnendur hafa eflaust rekist á persónur í tölvuleikjum sem hafa kunnuglega rödd. Ástæðan gæti verið sú að margir frægir leikarar hafa talað fyrir persónur í leikjum. Hlutverk þeirra persóna hafa verið misstór, á meðan einhverjir tala fyrir persónur með stór hlutverk tala aðrir fyrir aukapersónur sem ekki koma mikið við sögu.

Listinn yfir fræga einstaklinga sem talað hafa fyrir persónur í tölvuleikjum er endalaus. Hér er listi yfir nokkra leikara sem talað hafa fyrir persónur í tölvuleikjum.

Gary Oldman

Gary Oldman talar fyrir rússneska herforingjann Viktor Reznov í Call of Duty: World at War og Black Ops. Reznov kemur mikið við sögu í leikjunum og leikur stórt hlutverk, m.a. leiðir hann leikmenn til sigurs í ákveðnum verkefnum.

Samuel L. Jackson

Samuel L. Jackson talar fyrir lögreglumanninn Frank Tenpenny í Grand Theft Auto:San Andreas. Tenpenny vinnur fyrir lögregluna í Los Santos og segist vera venjulegur lögreglumaður, en hann notar þekkingu sína á glæpagengjum í borginni til að stöðva glæpi.

Idris Elba

Idris Elba talar fyrir Truck, sem er fyrsta flokks liðþjálfi, í leiknum Call of Duty:Modern Warfare 3. Truck er hluti af liði Delta Force og kemur við sögu í nokkrum verkefnum leiksins. Hann talar þó ekki mikið og er algjör aukapersóna í leiknum.

Liam Neeson

Liam Neeson talar fyrir James, sem er faðir Lone Wanderer, í leiknum Fallout 3. Hann kemur við sögu í nokkrum verkefnum leiksins sem leikmenn leysa. Ásamt því að leiða eitt verkefnið er hann einnig læknir í leiknum.

Jason Statham

Jason Statham talar fyrir liðþjálfann Waters í fyrsta leik Call of Duty. Waters er hluti af breska hernum í leiknum og leiðir mörg verkefni innan leiksins sem gerast í seinni heimsstyrjöldinni. Hann er liðsfélagi Price í leiknum, en Price er þekktur meðal Call of Duty-aðdáenda vegna þess að hann hefur verið partur af leiknum frá upphafi.mbl.is