Fyrsti tölvuleikurinn sem byggir á Ólympíumóti fatlaðra

Mynd frá Ólympíumóti fatlaðra í Rio 2016.
Mynd frá Ólympíumóti fatlaðra í Rio 2016. AFP

The Pegasus Dream Tour, sem er tölvuleikur sem byggir á Ólympíumóti fatlaðra, hefur verið gefinn út á farsíma. Er þetta í fyrsta sinn sem opinber leikur byggður á mótinu er gefinn út. 

Fáanlegur í App Store og Play Store

The Pegasus Dream Tour er gefinn út af JP Games en hægt er að nálgast leikinn í App Store og Play Store. Hægt er að velja milli fimm mismunandi tungumála innan leiksins. Tónlist leiksins er frumsamin af fiðluleikaranum Sumire Hirotsuru. 

Upplifðu framtíðarborgina Pegasus City

Leikmenn fara í hlutverk íþróttamanna með ýmsar fatlanir og taka þátt í keppnum sem gerast í framtíðarborginni Pegasus City. Leikmenn eru hvattir til að tala við aðra keppendur innan leiksins til að hjálpa við uppbyggingu borgarinnar og til að bæta félagslega hæfni þeirra. 

Vonast eftir auknum stuðningi við íþróttamenn með fatlanir

Útgefendur leiksins vona að leikurinn verði hvati að því að nýrri kynslóðir bætist við aðdáendahóp Ólympíumóts fatlaðra og auki stuðning og hvatningu íþróttamanna með fatlanir til að elta drauma sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert