Sigursælustu Rocket League-leikmenn landsins skrifa undir hjá LAVA esports

Lið LAVA esports í Rocket League ásamt þjálfara. Frá vinstri: …
Lið LAVA esports í Rocket League ásamt þjálfara. Frá vinstri: Paxole, Vaddimah, BBRX, EmilVald, BNZ. Grafík/LAVA esports

Nýtt rafíþróttafélag LAVA esports hefur fengið til liðs við sig fjóra Rocket League-leikmenn og myndað lið sem mun taka þátt í Úrvalsdeildinni í Rocket League á tímabili 3. LAVA esports er íslenskt lið og eru leikmennirnir þekktir innan Rocket League samfélagsins á Íslandi, ásamt þjálfara liðsins.

Sigursælir leikmenn mynda liðið

Þrír af fjórum leikmönnum sem mynda liðið spiluðu áður fyrir lið KR White sem eru tvöfaldir Íslands- og Deildarmeistarar úrvalsdeildarinnar í Rocket League á Íslandi, ásamt því að þeir sigruðu Reykjavík International Games 2021. Fjórði leikmaðurinn kemur einnig frá KR, en hann spilaði fyrir lið KR Black sem einnig hafa staðið sig vel í keppnum á vegum Rocket League Ísland. 

Brynjar Þór
Brynjar Þór "BBRX" Bergsson er sigursælasti Rocket League-þjálfari landsins. Grafík/LAVA esports

Þjálfarinn einnig sigursæll

Leikmennirnir sem komu frá KR White eru Brynjar Örn „BNZ“ Birgisson, Emil „EmilVald“ Valdimarsson og Valdimar „Vaddimah“ Steinarsson. Leikmaðurinn sem kom frá KR Black er Kristófer Anton „Paxole“ Stefánsson. Þjálfari liðsins kemur einnig frá KR, þar sem hann þjálfaði bæði lið KR og er sigursælasti Rocket League þjálfari landsins, en það er hann Brynjar Þór „BBRX“ Bergsson.

Spennandi tímar fram undan

Ljóst er að spennandi tímar eru fram undan hjá liði LAVA esports og verður spennandi að fylgjast með þeim á tímabili 3 í deild Rocket League Ísland sem áætluð er að hefjist í næsta mánuði. Liðið ætlar sér stóra hluti hérlendis, sem og erlendis og setja þeir markið hátt. Frekari upplýsingar um LAVA esports er hægt að nálgast á Twitter, Facebook og Instagram síðum liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert