Rafíþróttamót fatlaðra í Malasíu

PUBG Mobile.
PUBG Mobile. Ljósmynd/SCREEN POST

Rafíþróttamót fyrir einstaklinga með fatlanir er nú haldið í fyrsta skipti í Malasíu. Ber mótið nafnið Para Malasya Esports League 2021, eða Para MEL21.

Stjórnvöld í Malasíu styðja rafíþróttir

Stjórnvöld í Malasíu vinna að því að stækka rafíþróttasenuna þar í landi og viðhalda vistkerfi rafíþrótta, og er mótið partur af því ferli. Fyrirtækin Techninier og Esports Integrated sjá um að halda mótið í samvinnu með Malaysian Yourh and Sports Ministry. 

Markmið mótsins er að gefa leikmönnum með fatlanir tækifæri til að keppa á landsvísu til að sýna færni sína og koma sér á framfæri.

Keppt er í leiknum PUBG Mobile og er keppni nú þegar hafin og er áætlað að henni ljúki 24. október. Heildarverðlaunafé mótsins er rúmlega 300 þúsund íslenskar krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert