Cloud9 komast í úrslitakeppnina eftir frábæran dag

Lið Cloud9 hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem …
Lið Cloud9 hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Laugardal eftir ævintýralegan dag. Ljósmynd/Riot Games

Keppni í A-riðli á heimsmeistaramótinu í League of Legends lauk í dag. Liðin í A-riðli mættust í seinni umferð í Laugardalnum í dag og tryggðu liðin DWG Kia og Cloud9 sér sæti í úrslitakeppni mótsins sem fer fram í næstu viku.

Næst á dagskrá er seinni umferð B-riðlis verður spiluð á morgun sem ákvarðar hvaða tvö lið komast upp úr þeim riðli.

Þrjú lið jöfn eftir hefðbundna riðlakeppni

Lið DWG Kia fóru ósigraðir í gegnum riðlakeppnina er þeir unnu alla sex leiki sína. Hin þrjú lið riðilsins, Cloud9, FunPlus Phoenix og Rogue, luku riðlakeppni jöfn stigum og þurftu í kjölfarið að spila bráðabana til að ákvarða hvaða lið myndi lenda í öðru sæti og fara þannig áfram í úrslitakeppnina.

Tveir bráðabanar voru spilaðir vegna þess að liðin þrjú voru jöfn stigum eftir riðlakeppnina. Rogue og FunPlus Phoenix mættust í fyrri aukaleiknum, en Rogue vann þann leik. Sigurvegari leiksins, að þessu sinni Rogue, mættu svo Cloud9 í hreinum úrslitaleik sem ákvarðaði hvort liðið kæmist í úrslitakeppnina.

1. sæti – DWG Kia

Lið DWG Kia er talið sigurstranglegasta lið mótsins, en þeir flugu í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. Liðið vann alla sex leiki sem þeir spiluðu og tryggðu sér toppsæti riðilsins örugglega og eru því komnir áfram í úrslitakeppnina.

2. sæti – Cloud9

Eftir að hafa gengið illa í fyrri umferð riðlakeppninnar mættu Cloud9 tilbúnir til leiks í þeirr seinni. Unnu þeir leiki sína á móti Rogue og FunPlus Phoenix og endaði með jafn mörg stig og þau lið eftir hefðbundna riðlakeppni. Sýndi Cloud9 mikinn karakter með því að snúa við blaðinu eftir erfitt gengi í fyrri umferðinni.

Mættu Cloud9 liði Rogue í seinni bráðabana riðilsins sem lauk með sigri Cloud9 og tryggðu þeir sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran dag af þeirra hálfu eftir erfiða byrjun í riðlakeppninni.

3. sæti – Rogue

Lið Rogue spilaði undir væntingum í fyrri umferð riðlakeppninnar, en þeim gekk ágætlega í dag. Þeir unnu lið FunPlus Phoenix og enduðu með jafn mörg stig og þeir ásamt Cloud9. Mættu Rogue FunPlus Phoenix í fyrri bráðabana riðilsins, þar sem Rogue bar sigur úr býtum.

Rogue mættu Cloud9 í seinni bráðabana riðilsins og stóðu Cloud9 uppi sem sigurvegarar í þeim leik og sendu Rogue heim með sárt ennið. Rogue lenda því í þriðja sæti riðilsins og hafa lokið keppni.

4. sæti – FunPlus Phoenix

Liðinu FunPlus Phoenix var spáð öðru sæti í riðlinum á eftir DWG Kia og benti allt til þess að liðið kæmist í úrslitakeppnina eftir fyrstu umferð riðlakeppninnar. Má segja að þeir hafi spilað undir væntingum í seinni umferðinni, en liðið endaði með jafn mörg stig og Rogue og Cloud9 eftir hefðbundna riðlakeppni. 

Tapaði FunPlus Phoenix á móti liði Rogue í bráðabana sem ýtti þeim niður í fjórða sæti riðilsins sem þýðir að þeir eru nú úr leik á heimsmeistaramótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert