Íslenskur rappari streymir á Twitch

Birgir Hákon í tónlistarmyndbandinu við EKKI SÉNS ásamt Blaffa.
Birgir Hákon í tónlistarmyndbandinu við EKKI SÉNS ásamt Blaffa. Skjáskot/YouTube

Rapparinn Birgir Hákon prófar sig áfram á streymisveitunni Twitch þar sem hann spilar fyrstu persónu skotleikinn Call of Duty: Modern Warfare en hann hefur verið að spila tölvuleiki frá um tólf ára aldri.

Birgir Hákon er þekktastur fyrir tónlistarferil sinn sem rappari og hefur hann verið að skapa tónlist í um fjögur ár en nýjasta lagið hans er Ekki Séns ásamt tónlistarmanninum Blaffa.

Nú hafa fjölmargir þénað vel í gegnum streymisveituna Twitch og starfa jafnvel sumir einstaklingar við það dagsdaglega en Birgir segir í samtali við mbl.is að hann hafi ákveðið að prófa að streyma upp á gamanið en bætir við að það gæti verið gaman að þéna eitthvað á þessu.

Hægt er að fylgjast með Birgi spila tölvuleiki í gegnum Twitch rásina birgirhakon.

mbl.is