Eina tækifærið til þess að sjá myndina í bíó

Ljósmynd/Aðsend

GameTíví verður með sýningu í kvikmyndahúsi Smárabíós og sýnt verður frá nýjustu kvikmynd í Resident Evil seríunni en það er eina tækifærið til þess að sjá myndina í íslenskum kvikmyndahúsum.

Resident Evil kvikmyndaserían er byggð á samnefndum tölvuleik frá Japan sem var gefinn út af Capcom en þýska stúdíóið Constantin Film keypti réttinn til þess að umbreyta honum í kvikmyndaseríu í janúar árið 1998.

Myndin verður sýnd í MAX sal í Smárabíó þann 8. desember klukkan 20:00 og á staðnum verða efnishöfundar frá GameTíví og má nefna fólkið í Babe Patrol, Sandkassanum og Queens.

GameTíví tísti frá þessu í gær.mbl.is