Schwarzenegger fer með aðalhlutverkið í Holiday Ops 22

Arnold Schwarzenegger spilar aðalhlutverkið í jólaviðburði World of Tanks í …
Arnold Schwarzenegger spilar aðalhlutverkið í jólaviðburði World of Tanks í ár. Skjáskot/YouTube

Arnold Schwarzenegger spilar hlutverk í jólaviðburðinum, Holiday Ops 22, í tölvuleiknum World of Tanks en Wargaming birti myndband á YouTube í gær til þess að tilkynna viðburðinn.

„Á þessu töfrandi tímabili munu þínar heitustu óskir rætast, jafnvel frá barnæsku þinni. Leggðu af stað í frí með gestinum okkar, Arnold Schwarzenegger,“ segir í lýsingu viðburðsins.

Myndbandið var sett saman til fögnuðar Holiday Ops og fer Schwarzenegger með aðalhlutverkið en stjarna jólaviðuburðsins á síðasta ári var Chuck Norris sem einnig er hasarhetja.

Holiday Ops 22 hefst 8. desember og innifalið í því er annar viðburður sem kallast Tankmas 2021.

mbl.is