Sting tekur lagið á The Game Awards

Sting
Sting AFP

Fyrsta tónlistaratriðið fyrir The Game Awards sem fer fram þann 9. desember hefur verið opinberað og mun tónlistarmaðurinn Sting taka lagið What Could Have Been úr þáttaseríunni Arcane.

Sem fyrr segir mun Sting syngja lag úr þáttaseríunni Arcane en hún var gefin út af tölvuleikjafyrirtækinu Riot Games og gefur þáttaserían áhorfendum betri innsýn inn í heim League of Legends, Runeterra.

Það setur Sting í hóp listamanna sem hefur verið í samstarfið við Tölvuleikjafyrirtækið Riot Games og nefna má listamenn Pusha T, Imagine Dragons og fleiri.

Nánari upplýsingar má finna á techcodex.

mbl.is