Microsoft laumar leikjum inn í áskriftina

Microsoft laumar ótilkynntum tölvuleikjum í Xbox Game Pass.
Microsoft laumar ótilkynntum tölvuleikjum í Xbox Game Pass. Skjáskot/YouTube/Xbox

Xbox Game Pass áskriftin er ein af hagstæðustu áskriftum sem tölvuleikjaspilarar hafa kost á þar sem áskriftin býður upp á stórt leikjasafn sem samanstendur af bæði eldri sem nýrri tölvuleikjum spilanlega á PC-tölvum og Xbox tölvum á góðu verði.

Nú hefur Microsoft verið að koma áskrifendum á óvart með því að bæta leikjum við án þess að birta nokkra tilkynningu um þá.

Í gær birti Microsoft lista yfir alla nýju leikina fyrir desembermánuðinn og má finna þar stóra sem smáa leiki en skrái menn sig inn á Xbox Game Pass í dag má sjá að tölvuleikurinn Townscaper, sem ekki var hluti af listanum, er einnig aðgengilegur til spilunar í gegnum áskriftina. 

Það sama gerðist fyrir nokkrum dögum síðan með tölvuleikinn Generation Zero, sem er fyrstu persónu sjálfsbjargarskotleikur sem kom fyrst út árið 2019, en þeim leik var einnig laumað inn án tilkynningar. Kotaku greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert