Er Elon Musk „Player of Games“ ?

Elon Musk og Grimes á Met Gala viðburði árið 2018.
Elon Musk og Grimes á Met Gala viðburði árið 2018. AFP

Grimes, fyrrverandi kærasta milljarðamæringsins Elon Musks, gaf út nýtt lag fyrir hljómplötuna hennar Book 1. Lagið heitir „Player of Games“ og virðist vera ótilgreint lag um fjögurra ára samband og sambandsslit hennar við fimmtugan framkvæmdastjóra Tesla, Elon Musk.

Í laginu syngur Grimes um fyrrum elskuhuga sinn sem var hrifnari af „leiknum“ en henni og gat því ástin ekki haldið honum hjá henni.

Spila bæði tölvuleiki

Líkur eru á því að orðið „game“ í laginu vísi til reksturs fyrirtækisins Tesla ásamt aðild hans í SpaceX en þrátt fyrir það er samt vitað að Musk spili tölvuleiki en hann hefur greint frá því bæði í viðtali og eins birt tölvuleikjajörm á samfélagsmiðlum.

Grimes spilar einnig tölvuleiki og birti hún nýlega myndband á TikTok þar sem hún greinir frá vangaveltum sínum varðandi tölvuleikinn AXIE INFINITY og aðild rafrænna gjaldmiðla í þeim tölvuleik og hvað það gæti gert fyrir framtíðina. Eins minnist hún á að allir sem hún þekkir spila og tölvuleiki og njóta þess.


 

mbl.is