LA Lakers selja Halo Infinite varning

Körfuknattleiksliðið LA Lakers selja sérstakan Halo Infinite varning.
Körfuknattleiksliðið LA Lakers selja sérstakan Halo Infinite varning. Skjáskot/Twitter

Körfuknattleiksliðið The Los Angeles Lakers eru að selja tímabundinn og sérstakan Halo Infinite varning.

Tíst var frá þessu á opinbera Lakers Twitter aðgangnum og er hægt að kaupa varninginn í gegnum Team LA versluninni í Staples Center, íþróttahöllin þar sem Lakers spila og æfa.

Sérmerkt treyja og fjarstýring

Kostar allt settið 139,99 bandaríkjadali eða 18,291 íslenskar krónur en innifalið í því er LA Lakers körfuknattleikstreyja sem merkt er „Master Chief“ á bakinu ásamt númerinu 117. 

Eins fylgir Halo Infinite dúkka og Xbox Series X/S fjarstýring með sem er sérstaklega hönnuð eftir LA Lakers og ber hún einkennisliti- og merki liðsins.

Braskarar tryggja sér varning

Settið fór í sölu á föstudaginn en vegna þess að einungis er hægt að kaupa það í íþróttahöllinni hafa margir braskarar (e. scalpers) tryggt sér varninginn og sett í sölu á eBay á talsvert hærra verði.

mbl.is