Notast við Unreal Engine 5

Fortnite.
Fortnite. Grafík/Epic Games/Fortnite

Þriðji kaflinn í Fortnite, fyrstu seríu, var gefinn út um helgina og í kjölfarið kom í ljós að allur leikurinn var uppfærður með Unreal Engine 5. 

Unreal Engine 5 er nýjasta útgáfan af grafíktækni Epic Games og markar mikla breytingu í grafískri frammistöðu tölvuleiksins. Á seinasta ári sagði Epic Games að fyrirtækið myndi færa Fortnite yfir í nýja grafíktækni fyrir mitt ár 2021 en þrátt fyrir að markmiðið hafi ekki náðst er leikurinn nú loks uppfærður.

Það þýðir að leikurinn ætti að líta betur út og starfa betur auk þess sem smáatriði og önnur myndáhrif eru betri en áður.

Leikurinn tekur töluvert meira pláss nú en áður vegna uppfærslunnar; fyrir PC-leikmenn 15,4 gígabæt í stað 7,81 en fyrir leikmenn í leikjatölvum 14,8 gígabæt í stað 8.

Nánari upplýsingar má finna á TechCodex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert