Risaeðlur vafra um eyjuna í Fortnite

Risaeðlur vafra nú um eyjuna í Fortnite.
Risaeðlur vafra nú um eyjuna í Fortnite. Grafík/Epic Games/Fortnite

Tölvuleikurinn Fortnite var uppfærður í útgáfu 19.10 í gær og eins og svo oft áður komu hlutir inn í leikinn sem leikmenn höfðu fyrir spáð um ásamt óvæntum hlutum.

Skakkir turnar snúa aftur

Skökku turnarnir eru nú komnir aftur inn í leikinn en þeir hafa ekki verið hluti af leiknum í um þrjú ár en það er ekki stærsti hlutur uppfærslunnar. Það merkasta við nýju uppfærsluna eru risaeðlurnar sem vafra nú um á eyjunni.

Risaeðlurnar eru kallaðar Klombosar (e. Klombos) og eru að öllu jafna leikmönnum skaðlausar, nema leikmenn taki sjálfir á skarið og ógni þeim.

Risaeðlur gagnast leikmönnum

Sé risaeðlunum ekki ógnað geta leikmenn nýtt sér risaeðlurnar sér í hag með því að til dæmis klifra upp hala þeirra og hoppa á loftgat þeirra. Við það skjóta risaeðlurnar leikmönnum langt yfir kortið ef þeir sjái fram á að þurfa að flýja úr óæskilegum aðstæðum.

Klombosarnir færa leiknum einnig nýja matvöru sem kallast Klomber (e. Klomberries) sem líta út eins og blá hindber. Borði leikmenn hindberin eykst heilsa þeirra en einnig er hægt að gefa reiðum Klombosum berin til þess að róa þá niður. 

Einnig er hægt að gefa Klombosum nokkur ber í einu og er þá von á að þeir hnerri út nytsamlegum hlutum fyrir spilarann innanleikjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert