Vi lætur sjá sig í Fortnite

Hægt er að spila sem Vi í Fortnite.
Hægt er að spila sem Vi í Fortnite. Grafík/Epic Games

Á síðasta ári lét hetjan Jinx, úr League of Legends þáttaröðinni Arcane, sjá sig í tölvuleknum Fortnite og hafa fyrirtækin Riot Games og Epic Games ákveðið að hleypa systur hennar, Vi, með í fjörið.

Nú er hægt að versla Vi búning í Fortnite versluninni ásamt öðrum áhugaverðum hlutum úr þáttaröðinni í verslun Fortnite. Má nefna vopnið hennar Vi, Piltover Warden Hammer Pickaxe og einnig er hægt að fá sérstakan Fortnite-dans þar sem Vi sýnir boxhæfileika sína.

Þeir sem ekki náðu að kaupa Jinx búning áður hafa einnig kost á að kaupa hann núna ásamt sérstöku Jinx spreyi.

Með því að versla sérútbúinn Jinx eða Vi pakka sem Fortnite verslunin býður upp á fylgir sérstakur hlaðskjár (e. loading screen) með mynd af þeirri hetju sem keypt var.

mbl.is