Fjarlægja dreka úr leiknum

Drekar í League of Legends.
Drekar í League of Legends. Grafík/Riot Games

Chemtech drekinn hefur verið fjarlægður úr tölvuleiknum League of Legends eftir að hafa sætt mikla gagnrýni frá atvinnnumönnum í leiknum sem og áhugamönnum úr samfélaginu.

Í bloggfærslu sem birt af Riot Games í gær segir að Chemtach viðbótin hafi verið „of pirrandi að leika við“ og staðfestir að Chemtech drekinn, Soul og Terrain viðbæturnar verði fjarlægðar úr leiknum.

Vilja ekki sleppa hugmyndinni

„Á meðan Chemtech Drekinn og samsvarandi kerfi hans séu óvirk, munum við einblína á hönnunarbreytingar til að leysa vandamálin með núverandi útgáfum, en á sama tíma reyna að viðhalda anda þess sem við vorum upphaflega að reyna að ná,“ segir í færslunni.

„Það er möguleiki á að við komum ekki með Chemtech Drake aftur í smá stund,“ segir í færslunni.“

Riot Games þakkar einnig samfélaginu sínu fyrir að láta vita af óánægju sinni varðandi Chemtech drekann.

Samfélagið sátt við breytinguna

Ákvörðuninni hefur verið fagnað víðs vegar um heiminn af áhugamönnum og atvinnumönnum, má nefna að League of Legends lýsandinn Clayton Raines „CaptainFlowers“ birti færslu á Twitter þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni yfir Riot Games.

„Það er erfitt að leggja vinnu í að búa til eitthvað einungis til þess að þurfa að fjarlægja það skömmu síðar, en það er 100% rétta ákvörðunin hér,“ segir Raines.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert