Opna Spotify-eyju í Roblox

Spotify opnar eyjun í Roblox, Spotify-eyjan.
Spotify opnar eyjun í Roblox, Spotify-eyjan. Skjáskot/Spotify

Tónlistarveitan Spotify ryður sér til rúms á tölvuleikjamarkaðnum. Fyrirtækið tilkynnti um Spotify-eyjuna, nýtt svæði innan Roblox.

Á Spotify-eyjunni geta aðdáendur mælt sér mót, tekist á við verkefni, keypt hljómsveitavarning og hlustað á tónlist saman í stafrænum heimi. Spotify lýsti eyjunni sem „hljóðaparadís“  sem stefnir á að færa aðdáendur og tónlistarmenn nær hvort öðru.

Þetta er fyrsta skref Spotify inn í heim tölvuleikja og er Spotify er jafnframt fyrsta tónlistarveitan til þess að setja upp lifandi svæði innan Roblox. Spotify hefur þó haft einhver tengsl við tölvuleikjaheiminn, en spilunarlistar tengdir tölvuleikjum eru yfir 2,2 milljón talsins.

Spotify-eyjan opnaði í dag og sögðu Alia Calhoun og Abby Stewart hjá Spotify að þetta væri tilraun fyrirtækisins til þess að ná til næstu kynslóð aðdáenda sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert