Auka úthaldið til muna

League of Legends.
League of Legends. Grafík/Riot Games

Í uppfærslu 12.10 í League of Legends koma nokkrar breytingar til þess að auka úthald hetja til þess að draga úr heildarskaða leiknum.

Er það gert með því að auka grunnlífið (e. base health), líf miðað við reynslustig, brynvörn miðað við reynslustig og galdraviðnám miðað við reynslustig.

Auk úthaldsins krefst einnig lagfæringa á nærumhverfinu, svo það sé rétt stillt miðað við aukna úthaldið. Verður þá dregið úr heilun og buffum hjá Baron, Turretum og endurnýjun mana. 

Þróunaraðilar skýra frá því hvers vegna þeir telja þessar breytingar vera leiknum í hag.

Afhverju meira úthald? 

Þróunaraðilar og leikmenn sammælast um að of mikill skaði fari fram innan leiksins. Þó að mikill skaði geti verið skemmtilegur og spennandi, telja þróunaraðilar að aukin vörn hetjanna geti verið hagstæð fyrir leikmenn. 

Með því geta þeir sýnt hæfileika sína betur og fá fleiri tækifæri til að upplifa glæst augnablik í mótleikjum. Tilgangurinn er þó ekki að skapa leik þar sem engin dráp eru fyrstu fimmtán mínúturnar.

„Sumir kostir við lægri lífgetu eru m.a. að stór hluti leikmanna kunna að meta leiki með mörgum drápum, sem leiðir til meira spennandi atvinnuleikja, og það verðlaunar góðu spili með drápum sem eru miklu meira fullnægjandi en að neyða bara einhvern til þess að hörfa frá,“ segja þróunaraðilar en taka fram að gallarnir við lægri lífgetu vegi líka upp á móti kostanna.

Lægri lífgeta leiðir leikinn í ástand þar sem leiðtogar (e. carries) og stuðningsmenn (e.supports) eiga erfiðara með að hafa áhrif á leikinn vegna þess að alltof oft hafa þeir drepið aðra með einni árás. 

„Þegar þú ert að deyja svo hratt að það er erfitt að segja til um hvað drap þig, fær skýrleiki leiksins högg á sig sem leiðir til pirrandi upplifunar.“

Upplifa ævintýrið til fulls

Bardagar geta veitt of mikla vellíðan þegar að hetja sem mikil ógn stafar af, þarf aðeins að nota brotabrot af getu sinni til þess að tryggja sér dráp. Best væri að leikmenn þyrftu að spila í kringum lykilhæfileika hetju sinnar til þess að ná þessum fullnægjandi kombóum.

„En til lengri tíma litið, teljum við að lélegir hæfileikar geti gert spilun uppáhalds hetjunnar talsvert minna fullnægjandi.“

Þróunaraðilar segja lægri lífgetu geta skapað skyndilega og ruglingslega liðabardaga þegar hetjurnar deyja hratt. Erfiðara væri að fylgja eftir styttri liðabardögum og dregur það úr tækifærum leikmanna til þess að taka sniðugar ákvarðanir og sýna fram á getu sína.

Með því fá leikmenn ekki að upplifa til fulls ævintýralega liðabardaga eins og þeir ættu að vera.

Fjölga tækifærum með auknu úthaldi

„Þar sem liðabardagar eru með skemmtilegustu hlutunum í League, viljum við skapa fleiri tækifæri fyrir leikmenn til þess að taka þátt í þessum orkumiklu og leikbreytandi 5v5-um.“

„Við höldum samt að League sé best spilaður með skjótum bardögum og áköfum bardögum, en nú þar sem við teljum það hafa gengið of langt þurfum við að draga aðeins úr því.“

Þróunaraðilar telja í raun engar sérstakar hetjur, hluti eða kerfi vera komin yfir strikið og vilja þess vegna auka úthaldið í leiknum frekar en að fjarlægja eða draga úr tilteknum atriðum.

Með úthaldsuppfærslunni munu leikmenn finna fyrir því að hetjur þeirra taka á sig minni skaða á sama tíma og þær verða fyrir minni skaða. Burst-hetjur þurfa að leggja fram fleiri hluti eða meira fjármagn eða vera fyrri til að ná skjótum drápum.

Tækifærum mun fjölga í mótspilum þar sem átök og liðabardagar endast lengur.

Leita að hinum gullna meðalvegi

Þróunaraðilar munu vera vakandi yfir því hvernig breytingarnar koma út, og segja tanka ekki eiga að verða ódauðlega, burst-hetjur gerast úreltar eða leggja niður atvinnumennsku.

„Markmiðið okkar er að finna gullna meðalveginn þar sem allir klassar eru lífvænlegir, taktísk átök búa að góðum hraða sem gefur leikmönnum svigrúm til þess að sýna fram á getu sína, og jafnvægi þar sem snjóboltun og skölun er í heilbrigðu ástandi.“

Uppfærsla 12.10 fer í loftið á miðvikudeginum 25. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert