Rýnt í tölvuleikjamyndir í Bíóblaðrinu

Hafsteinn Sæmundsson og Máni Freyr ræða um tölvuleiki og tölvuleikja-kvikmyndir …
Hafsteinn Sæmundsson og Máni Freyr ræða um tölvuleiki og tölvuleikja-kvikmyndir í Bíóblaðrinu. Grafík/Bíóblaður

Hafsteinn Sæmundsson, þáttastjórnandi Bíbóblaðursins, fékk nýlega til sín kvikmynda- og tölvuleikjasérfræðinginn Mána Frey og ræddu þeir um tölvuleiki og kvikmyndir sem byggðar eru á tölvuleikjum.

Í þættinum ræða þeir um tölvuleiki og hvers vegna það geti verið erfitt að búa til kvikmynd eftir þeim. 

Einnig er farið yfir frammistöðu Nathans Drake í Uncharted og rýnt í Tomb Raider með Angelinu Jolie, en þeir telja Tomb Raider ekki hafa hitt í mark.

Hafsteinn og Máni fara um víðan völll í þættinum en hann má horfa á í heild sinni hér að neðan.

mbl.is