Hagnast betur sem fríspilunarleikur

PUBG: Battleground.
PUBG: Battleground. Grafík/Krafton

Framleiðsluverið Krafton hefur hagnast mikið á tölvuleikjaröðinni PUBG: Battlegrounds eftir að hún varð gjaldfrjáls til spilunar í janúar, samkvæmt nýlegri fjárhagsskýrslu frá Krafton.

Samkvæmt skýrslunni, höfðu sölur leiksins fyrir PC-tölvur hækkað um 61% frá ári til árs að hagnaði upp 82,3 milljón bandaríkjadali. Sölurnar voru í enn meiri vexti, en þær jukust um 124% frá fyrri ársfjórðung og 274% frá ári til árs. Hópur virkra leikmanna hvern mánuð nánast þrefaldaðist frá fjórða ársfjórðungi ársins 2021. 

PUBG: Battlegrounds var upprunalega kostaður leikur þegar hann kom út í foraðgangi á Steam árið 2017, en hefur hagnast talsvert betur sem fríspilunarleikur.

Í mars á síðasta ári hafði farsímaleik PUBG: Battlegrounds verið halið niður þúsund milljón sinnum og hafði tekjur upp á 307,1 milljón í fyrsta ársfjórðung þessa árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert