Vin Diesel temur risaeðlur í nýjum leik

Væntanlegi tölvuleikurinn Ark 2 mun skarta bardögum í anda Dark Souls og búa að „byltingarkenndum stuðning við modd í blandaðri spilun“.

Ark 2 er auglýstur sem þriðju persónu leikur með návígisbardögum og hefur PCGamesN það eftir framleiðsluverinu, að hann svipi til Elden Ring og Dark Souls-leikjaröðinni frá FromSoftware. 

Vert er að nefna að fyrri leikurinn er gefins fram á sunnudag til fögnuðar um útgáfu Ark 2.

Talsettur af Vin Diesel

Leikurinn mun búa sérstökum árásum, hindrun þeirra og möguleikanum að slá aðra út af laginu, þar að auki verður hægt að festa sig við skotmörk og fylgja þeim eftir.

Hreyfingar og könnunarleiðangar verða einnig sveigjanlegri fyrir aðalpersónu leiksins, Santiago, sem er talsettur af hinum eina sanna Vin Diesel.

Hann heldur af stað í ævintýri til þess að vernda dóttur sína Meeka, sem er talsett af Auli'i Cravalho úr Moana, frá draugum fortíðarinnar og því sem framtíðarsýn lofar.

Sem Vin Diesel, geta leikmenn rennt sér, klifrað, sveiflað sér um, tamið risaeðlur og framkvæmt ýmis parkúrbrögð í hinum framandi og geimverulega heim Ark 2.

Styður við mod

Hægt verður að setja upp ýmis modd í leiknum þar sem leikurinn styður við slíkar uppsetningar. En modd geta þá haft áhrif á útlit veranna, vopnanna og jafnvel kortanna.

Með stuðning leiksins við modd í blandaðri spilun, geta Xbox-, eða PlayStation-leikmenn sérsniðið og hannað leikinn sinn líkt og þeir væru að spila á PC-tölvum.

Deiling modda á milli leikjatölva gæti jafnframt fært leikmenn nær hvort öðru, en líkt og Vin Diesel hefur áður predikað um - þá snýst þetta allt um fjölskylduna.

Óvinurinn getur tamið risaeðlur

Ark 2 mun einnig búa að föndureiginleikum, viðburðum sem breyta kortinu og spiluninni. Þar að auki verður nýr PvE-óvinur kynntur til leiks, en hann heitir Aratai.

Aratai getur, eins og Santiago, tamið risaeðlur og önnur villt dýr til þess að nota í bardögum. 

Í rauninni eru leikmenn settir í hlutverk Vin Diesel í Ark 2 og ráðast til atlögu við stríðsherra utan úr geimnum, með risaeðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert