Flúr sem ekki þarf að fela fyrir mömmu

Leikmenn í Call of Duty geta flúrað persónur sínar með …
Leikmenn í Call of Duty geta flúrað persónur sínar með einstökum og sérhönnuðum húðflúrum. Grafík/Activision Blizzard

Vinsældir húðflúra halda áfram að aukast og teygja sig jafnframt inn í heim tölvuleikja.

Call of Duty býður nú upp á að flúra persónur innanleikjar með „húðflúrum sem ekki þarf að fela fyrir mömmu“.

Á opinbera Twitter-aðgangi Call of Duty var tíst frá nýjum pakka sem felur í sér flúr eftir þrjá þekkta og virta húðflúrara. Þar á meðal Nikko Hurtado sem er talinn vera einskonar goðsögn í geiranum.

Musterið skreytt

„Loksins, húðflúr sem þú þarft ekki að fela fyrir mömmu. Spilled Ink-pakkinn er aðgengilegur núna og býr að sérhönnuðum húðflúrum,“ segir í tístinu ásamt nöfnum listamannanna.

Listamennirnir þrír, Nikko Hurtado, Scott Campbell og Ryan Ashley Malarkey, gáfu sér tíma til þess að hanna sérstök húðflúr fyrir leikinn. Nú þegar er hægt að eignast þau með Spilled Ink-pakkanum.

Þá geta leikmenn skreytt líkama persónu sinna með glænýjum og einstökum húðflúrum. Ólík húðflúrum raunheima, geta leikmenn tekið þessi af og skipt um án nokkurra vandamála.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert