Einn mest seldi leikurinn á útsölunni

The Raft.
The Raft. Grafík/Reedbeet Games

Fjöldi virkra leikmanna á sama tíma í The Raft fór yfir 100.000 og er leikurinn þar að auki á meðal þeirra mest seldu í Sumarútsölu Steam.

Sumarútsala Steam er í fullu fjöri og er einn af mest seldu leikjunum þar einskonar sjálfsbjargar- og samvinnuleikur þar sem leikmenn reyna að lifa af á hættulegri eyju.

The Raft lauk forútgáfu sinni þann 20. júní þegar hann var uppfærður í útgáfu 1.0 með fjölda nýjungum. Skömmu síðar og í framhaldi af Sumarútsölunni voru yfir 100.000 leikmenn að spila leikinn samtímis á Steam samkvæmt SteamDB.

Hér að neðan má horfa á kynningarstiklu leiksins og kostar hann 16,99 bandaríkjadali, eða 2.250 krónur, á Steam á meðan Sumarútsölunni stendur.

mbl.is