Battlefield 2042 fær einspilunarsöguþráð

Battlefield 2042.
Battlefield 2042. Grafík/EA Digital Ilusion

Electronic Arts leitar að hönnunarstjóra til þess að sjá um framleiðslu einspilunarsöguþráðs fyrir „nýjan Battlefield-söguþráð“.

Fyrsta tímabilið í Battlefield 2042 virðist vera að ná sér á strik eftir nokkra erfiða mánuði. Hinsvegar verða tilraunir EA með Battlefield-leiki sem bjóða aðeins upp á fjölspilun settar á bið um einhvern tíma þar sem fyrirtækið leitast nú eftir að ráða leikstjóra fyrir nýjan einspilunar-söguþráð í leiknum.

Kjarnaatriðin mikilvæg

Starfsauglýsingin segir EA leita að hönnunarstjóra hjá Battlefield Seattle, nýtt framleiðsluver undir stjórn Marcus Lehto sem var einn af höfundum Halo. Lehto hóf störf hjá EA á síðasta ári með það hlutverk að efla frásagnarhlið Battlefield.

Samkvæmt auglýsingunni mun hönnunarstjórinn hafa það hlutverk að „halda utan um kjarnaatriði Battlefield-vörumerkisins og ganga úr skugga um að þau séu samofin með meistaralega hönnuðum einspilunar-söguþræði“.

EA vill fá reynslubolta í verkið og eru umsækjendur beðnir um að hafa að lágmarki tíu ára reynslu í leikstjórnun eða sem leiðtogi í stórum hóp innan tölvuleikjaframleiðsluvera. 

Staðan losnaði í febrúar en Twitter-notandinn BFBulletin kom nýlega auga á auglýsinguna og vakti athygli á henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert