Hálsmen Cardi B vekur athygli

Hálsmen rapparans Cardi B í tónlistarmyndbandinu við Hot Shit vakti …
Hálsmen rapparans Cardi B í tónlistarmyndbandinu við Hot Shit vakti athygli á meðal tölvuleikjaspilara. Skjáskot/YouTube

Í tónlistarmyndbandinu við Hot Shit með Cardi B skartar rapparinn hálsmeni sem hefur heldur betur vakið athygli á meðal tölvuleikjaspilara.

Er það vegna þess að hún hefur persónu úr væntanlegum tölvuleik um hálsinn á sér, Ghost. Ghost er aðalpersónan í leiknum Call of Duty: Modern Warfare II frá Blizzard sem kemur út í lok október.

Óvanalegt samstarf

Þetta er nokkuð óvanalegt samstarf fyrir væntanlegan fyrstu persónu skotleik, þar sem aðalpersónan í leiknum sætir sviðsljósið í tónlistarmyndbandi sem glitrandi hálsmen Cardi B.

Hálsmeninu bregður nokkrum sinnum fyrir í myndbandinu en er sýnt sérstaklega í nærmynd á 48. sekúndu myndbandsins.

Hinsvegar hefur CoD-leikjaröðin áður haft samstarf með þekktum tónlistarmönnum, má nefna að nýlega var gefinn út sérstakur aukapakki þar sem leikmenn gátu verið í hlutverki Snoop Doggs.

Svarað með tísti

Ekki leið á löngu frá því að myndbandið var gefið út og Cardi hafð tíst frá því þangað til að Call of Duty svaraði með öðru tísti.

„Ghost poppar svo vel að það þarf ekki að kynna hann,“ segir í tísti frá Call of Duty ásamt myndum af Cardi með hálsmenið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert