Opinberaður að fullu og kominn í forsölu

Nýjasti leikurinn í Call of Duty-leikjaröðinni, Modern Warfare II sem kemur út í enda október, hefur verið opinberaður að fullu með bloggfærslu og er þar að auki kominn í forsölu.

Modern Warfare II er framhaldsleikur af Modern Warfare frá árinu 2019 og verður aðgengilegur á öllum helstu leikjatölvum.

„Call of Duty tekur kynslóðarstökk inn í nýja tíma - og það byrjar allt með Modern Warfare II, sem er metnaðarfyllsta útgáfa í sögu leikjaröðinnar,“ segir í bloggfærslu á heimasíðu Call of Duty.

Call of Duty: Modern Warfare II.
Call of Duty: Modern Warfare II. Grafík/Activision Blizzard

Hasar á miðju hafi

Í söguþræðinum geta leikmenn spilað kunnuglegar persónur jafnt sem nýjar í háleynilegum verkefnum innanleikjar. 

„Upplifðu allt á milli umsáturs úti á miðju hafi með neðansjávar bardögum, allsherjar sprengjuárása frá 30.000 feta hæð og laumulegra verkefna þar sem margt er í húfi.“

Fljótlega eftir að leikurinn kemur út, mun nýr Warzone fara í loftið sem viðbót við alheim Modern Warfare II. Mun það færa leikmönnum nýja tækni, nýja eiginleika og nýtt leikjaspil til þess að prófa.

Fjölda fríðinda

Sem fyrr segir er hægt að kaupa leikinn í forsölu, og fá leikmenn með því aðgang að Opnu Beta-útgáfunni, en Vault-útgáfan af leiknum er einnig aðgengileg til kaups og með henni fylgja fleiri fríðindi.

Með Vault-útgáfunni fá leikmenn ekki aðeins aðgang að Opnu Beta-útgáfunni, heldur fylgir einnig útsendarapakki rauða liðsins og tólf draugabúningar fyrir útsendara.

Eins fylgir bardagapassi fyrir fyrsta tímabilið, fimmtíu „tier skips“, tíu uppskriftir að vopnum og FJX Cinder - First-Ever Weapon Vault.

Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna

„Aðalvopnið er teymi, og góð teymi þurfa réttu tólin fyrir erfiðustu verkefnin,“ segir um FJX. 

Í tilkynningunni kemur þó fram að nánari upplýsingar um FJX og nýjan vopnasmið veitast þegar nær dregur að útgáfu leiksins.

„Með nýjum leiðum til þess að spila leikinn, þar á meðal bættum vopnasmið sem býr að fleiri hönnunarmöguleikum en nokkurn tíman áður, mun Modern Warfare II slá í gegn frá fyrsta degi. Tilbúinn til þess að bjóða nýja leikmenn, jafnt sem reynda keppinauta, velkomna.“

Nánar um leikinn má lesa á heimasíðu Call of Duty.

mbl.is
Loka