Keppa um sæti í úrslitum í kvöld

Síðasta meistaramótið fyrir heimsmeistaramótið í Valorant fer fram í Kaupmannahöfn. …
Síðasta meistaramótið fyrir heimsmeistaramótið í Valorant fer fram í Kaupmannahöfn. VCT Masters Copenhagen. Grafík/Riot Games

Fyrstu undanúrslitaleikir Masters Copenhagen í Valorant voru spilaðir í gær og halda undanúrslit áfram í kvöld.

Mótið fer fram í Forum í Kaupmannahöfn og eru áhorfendur leyfðir í salnum á meðan undanúrslit og úrslit eru spiluð. Þetta er í fyrsta skiptið sem áhorfendur geta fylgst með úr salnum á alþjóðlegu Valorant-móti.

Mikilvægir leikir

Fnatic og FPX byrjuðu úrslitahelgina þegar þau settust niður og spiluðu fyrsta leikinn. FPX hafði betur af og stóð upp frá borðinu eftir glæstan 2:1 sigur gegn Fnatic. 

Með því tryggði FPX sér áframhaldi á mótinu og spilar sinn næsta leik síðar í dag.

Eftir leik Fnatic og FPX tóku OpTic Gaming og Paper Rex við músinni. Þá unnu OpTic Gaming sannfærandi 2:1 sigur og mæta FPX klukkkan 15:00 í dag.

FPX og OpTic Gaming munu spila upp á sæti í úrslitaleiknum gegn Paper Rex, sem hafði nú þegar tryggt sér sæti í úrslitaleiknum. 

Hægt er að fylgjast með leik dagsins á Twitch, YouTube og úr áhorfendasalnum í Forum Copenhagen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert