Tölvuleikir hafi ekki skammtímaáhrif á geðheilsu

Nú er kátt í höllinni eða hitt þó heldur.
Nú er kátt í höllinni eða hitt þó heldur. mbl.is/Árni Sæberg

Að spila tölvuleiki hefur lítil sem engin skammtímaáhrif á geðheilsu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Oxford-háskólans sem birt var í dag. 

„Rannsókn okkar fann lítil sem engin sönnunargögn sem tengja saman tölvuleiki og vellíðan,“ segir Andrew K. Przybylski, einn rannsakenda. 

Í rannsókninni voru tæplega 39 þúsund tölvuleikjaspilarar beðnir um að leggja mat á hamingju sína og bera það saman við hversu miklum tíma þeir eyddu í að spila tölvuleiki á síðustu tvær vikur. Voru kannanirnar lagðar fyrir yfir sex vikna tímabil.

Í rannsókninni er tekið fram að þótt margir hafi áhyggjur af áhrifum tölvuleikja á andlega líðan sé raunin sú að áhrifin séu það lítil að þau séu varla eftirtektarverð. „Áhrifin eru þau sömu og engin,“ segir í rannsókninni.

Rannsakendur viðurkenndu þó að það þyrfti að gera aðra rannsókn til að meta langtímaáhrif tölvuleikja á andlega heilsu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert