GTS Iceland hefst á ný eftir sumarfrí

Íslenska mótaröðin í Gran Turismo, GTS Iceland, hefst á ný …
Íslenska mótaröðin í Gran Turismo, GTS Iceland, hefst á ný í september eftir sumarfrí. Grafík/GTS Iceland

GTS Iceland (GTSI), íslenska mótaröðin í Gran Turismo, hefst á nýjan leik í september eftir sumarfrí.

Fjörið hefst þó strax í næstu viku, en tímatökur sem raða keppendum upp í laus sæti efri deilda fara fram dagana 8.-12. ágúst.

Þrjár mismunandi deildir

Í mótaröðinni er keppt í þremur deildum, þar sem efri tvær deildirnar eru lokaðar og keppnisréttur áunninn í gegnum tímatökurnar, eða með góðu gengi á fyrra tímabili.

Þriðja deildin er svo opin deild fyrir alla sem ekki ná inn í efri deildirnar og er laus við allar skuldbindingar.

Auðvelt að vera með

Til að taka þátt þarf eingöngu að eiga PlayStation 4/5 og eintak af Gran Turismo 7, en mótaröðin hafði verið keyrð í Gran Turismo Sport hingað til.

Áhugasömum er bent á að finna hópinn Gran Turismo Samfélagið á Facebook, en þar má nálgast allar upplýsingar um tímatökurnar, sem og almenna umræðu um Gran Turismo.

Hér að neðan má horfa á kynningarstiklu fyrir komandi tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert