Systurleikur Rocket League kominn út

Tölvuleikurinn Turbo Golf Racing kom út í gær en hann er einskonar systurleikur tölvuleiksins Rocket League frá Psyonix.

Fyrr á árinu gaf Hugecalf Studios út kynningarstiklu af leiknum sem gaf áhorfendum nokkra hugmynd um hvers mætti vænta af honum. 

Hola í höggi

Leikurinn er nauðalíkur Rocket League í útliti sem og spilun en í stað þess að sameina fótbolta og kappakstur eins og í Rocket League, hefur kappakstri verið skeytt saman með golfi í Turbo Golf Racing.

Í Turbo Golf Racing keyra leikmenn kappakstursbíl og keppast við að koma risastórum golfkúlum og boltum ofan í risastóra holu.

Leikurinn er fáanlegur fyrir PC-tölvur og Xbox en hér efst í fréttinni má horfa á kynningarstiklu af leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert