Helmingur ágóðans rennur til liðanna

Undanfarið ár hafa rafíþróttalið víðsvegar um heiminn keppt í fjölda mótum til þess að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Valorant sem fer fram í Istanbúl í næsta mánuði.

Til fögnuðar um heimsmeistaramótið hefur Riot Games sett saman nokkra hluti sem Valorant-aðdaéndur geta nælt sér í frá 23. ágúst fram að 21. september. 

Riot Games býður upp á sérstakan heimsmeistarapakka sem felur í sér sérhannaða hluti og vopn, viðburðarpassa og útsendingarverðlaun (e. broadcast drops).

Styðja liðin á sama tíma

Helmingur af ágóða heimsmeistarapakkanna mun renna til þeirra liða sem taka þátt í mótinu. Er þetta því kjörið tækifæri fyrir aðdáendur til þess að taka þátt í heimsmeistaramótinu og styðja sitt uppáhalds lið á sama tíma.

Nokkur kort innan Valorant munu einnig fá ný andlit þann 23. ágúst og verða þá í sérstöku heimsmeistara-þema.

Nánar um þetta og innihald Heimsmeistarapakkans má lesa í færslu frá Riot Games.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert