SETTÖPP: Svona verður íslenskur tölvuleikur til

Hinn íslenski tölvuleikjaframleiðandi Myrkur Games vinnur að framleiðslu tölvuleiksins Echoes of the End, eða „Echoes“ líkt og hann er ýmist kallaður. Um er að ræða metnaðarfullan hasarævintýraleik sem hefur verið í um fimm ár í bígerð.

Spilarar munu koma til með að leika söguhetjuna Ryn, leikna af Aldísi Amah Hamilton, í söguheimi sem þróaður er af fyrirtækinu frá grunni og er sagður draga mikinn innblástur frá íslensku landslagi.

Myrkur games er nýjasti viðmælandi þáttarins SETTÖPP.

Þónokkrar myndavélar eru notaðar til að skanna karakterana inn.
Þónokkrar myndavélar eru notaðar til að skanna karakterana inn. mbl.is/Ágúst Óliver

Fyrsta motion capture-verið hér á landi

Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóri Myrkur Games, var gestrisnin uppmáluð þegar rafíþróttavef mbl.is bar að garði og sýndi hann umsjónarmanni SETTÖPP hina ýmsu tækni sem fyrirtækið notar í leikjagerðinni.

Um er að ræða fyrsta motion capture-verið hér á landi.
Um er að ræða fyrsta motion capture-verið hér á landi. mbl.is/Ágúst Óliver

Sem dæmi má nefna hreyfirakningatækniver fyrirtækisins (e. motion capture-studio), hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Sjón er sögu ríkari, sjáðu þáttinn hér fyrir ofan.

Á fjórða tug starfsmanna vinna hjá fyrirtækinu, sem er sífellt …
Á fjórða tug starfsmanna vinna hjá fyrirtækinu, sem er sífellt að stækka. mbl.is/Ari Páll
Aldís Amah Hamilton leikur Ryn.
Aldís Amah Hamilton leikur Ryn. Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert