BEINT: CM!OB taka yfir GameTíví

Streymishópurinn CM!OB samanstendur af Þórarin Hjálmarssyni, Árna Torfasyni, Ágústi Berg …
Streymishópurinn CM!OB samanstendur af Þórarin Hjálmarssyni, Árna Torfasyni, Ágústi Berg Arnarssyni, Gauta Rafn Vilbergssyni og Sigurjóni Guðjónssyni. Grafík/GameTíví/CM!OB

Streymishópurinn CM!OB hefur tekið yfir GameTíví og skemmtir áhorfendum í allt kvöld í beinni útsendingu.

Hópurinn samanstendur af þeim Þórarin HjálmarssyniÁrna TorfasyniÁgústi Berg ArnarssyniGauta Rafn Vilbergssyni og Sigurjóni Guðjónssyni og hefur þeim verið lýst sem eldhressum Warzone-spilurum.

Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera kyrfilega ráðfastir og spila fyrir útrásina. Hinsvegar eru þeir staðsettir víðsvegar um heiminn, þá á Íslandi, í Svíþjóð, Sviss og Bandaríkjunum sem þýðir að þeir spila á ólíkum tímabeltum.

Hér að neðan má horfa á CM!OB í beinni útsendingu á GameTíví.mbl.is