Besta lið heims varð fyrir áfalli

Fyrirliði FaZe í öngum sínum.
Fyrirliði FaZe í öngum sínum. Ljósmynd/HLTV

Úrslitakeppni stórmótsins í Counter-Strike hófust um helgina með 16 liða úrslitum. Leikið var frá morgni og langt fram á kvöld í Brasilíu og mörg úrslit sem komu á óvart.

Úrslitin sýndu enn á ný hversu langt einstaklingshæfileiki getur komið þér í leiknum.

Markmiðið að sigra

Fyrir mótið var fjallað um sigurstranglegustu lið mótsins og var eitt þeirra liðið FaZe sem vann síðasta stórmót og komst beint inn í 16 liða úrslit núverandi keppni.

Þeir höfðu háleit markmið að reyna ná langt á þessu móti. Það gekk þó ekki alveg eins þeir höfðu planað því liðið tapaði fyrstu tveimur viðureignunum sínum.

Síðasta viðureignin var gegn brasilíska liðinu Bad News Eagles, sem er lítið lið á heimsmælikvarða og ekki á styrkleikalista, og voru bundnar vonir um að FaZe gæti tekið þá viðureign þar sem spilað var um áframhaldandi sæti á stórmótinu.

FaZe tapaði viðureigninni 2-1 og sendir heim af mótinu með næsta flugi.

Samfélagsmiðlar loguðu eftir tapið í gær.
Samfélagsmiðlar loguðu eftir tapið í gær. Skjáskot/Twitter

Heimaliðið gerði allt vitlaust

Sigur Bad News Eagles hefur hleypt miklu lífi í twitter-notendur þar sem leikgreinendur og áhorfendur gera annaðhvort grín að stórliðinu eða finna fyrir samúð þar sem það hlýtur að vera erfitt að vera talinn bestur í heimi en vinna ekki einn einasta leik á mótinu.

Ríkjandi meistari hefur ekki dottið út svona snemma af stórmóti síðan 2016.

Annað stórlið úr leik

Ninjas in Pyjamas er sænskt lið með ríka sögu í leiknum Counter-Strike.

Liðið er búið að vera í stöðugum breytingum á leikmönnum og þjálfurum síðastliðið ár og komu inn á þetta stórmót með nýjan fyrirliða sem hafði einungis spilað 10 leiki með liðinu.

Það var spennandi að sjá hvernig hann kæmi inn í þetta lið og hvaða breytingar á leikstíl yrðu gerðar með viðkomu hans.

Bráðabaninn

Ninjas in Pyjamas líkt og FaZe töpuðu fyrstu tveimur viðureignum sínum og var því gert að keppa í bráðabana gegn liðinu Sprout sem situr í þrítugasta sæti styrkleikalistans.

Ninjas in Pyjamas tapaði bráðabananum 2-0 og sitja leikmenn því eflaust í sömu flugvél og FaZe á leiðinni heim frá Brasilíu.

Næsta mót

Liðin þurfa þó ekki að örvænta því annað stórmót, að vísu ekki jafn stórt, hefst eftir 17 daga. Liðin geta tekið sér tíma að sjá hvað gerðist og laga það sem þarf að laga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert