Íslenska deildin fær stærstu viðurkenningu frá upphafi

Íslenska Ljósleiðaradeildin núna hluti af Evrópukeppni.
Íslenska Ljósleiðaradeildin núna hluti af Evrópukeppni. Grafík/CCT

Íslenska Ljósleiðaradeildin er núna partur af Evrópukeppni í Counter-Strike.

Evrópukeppnin ber nafnið CCT og stendur fyrir Þjóðadeild þar sem lið í Evrópu keppa og tækifæri fyrir íslensku liðin að sýna sig á alþjóðlegum vettvangi.

Hvað er Þjóðardeildin?

Þjóðadeildin er gerð af Champion of Champions Tour en þeir gerðu nýverið samning við ellefu deildir í Evrópu til þess að mynda þjóðadeildina svokölluðu.

Liðin sem taka þátt munu keppa í sínum deildum og sigurvegarinn mun komast í Þjóðardeildina.

Það lið sem vinnur svo Þjóðadeildina fær tækifæri á að komast ennþá lengra og taka þátt í stærri mótum á vegum CCT.

Grafík/CCT

Fabian Logemann hjá CCT segir þetta verkefni vera til þess gert að lið, mótshaldarar, leikmenn, stjórnendur og fyrirtæki komist lengra í leiknum sem þau elska svo mikið. Þetta verkefni sé skref í rétta átt og sé stórt skref fyrir lið sem vilja fara lengra.

Heildarverðlaun móta undir hatti CCT er 3,4 milljónir dollara eða um 480 milljónir íslenskra króna.

Ljósleiðaradeildin hrífur

Íslenska deildin fékk boðskort um þátttöku vegna góðra innviða, gæða í útsendingum sem og stöðugleika í keppnisumhverfinu.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir gæði og styrk íslensku deildarinnar og ein stærsta viðurkenning sem Counter-Strike hefur hlotið hér á landi.

„Íslenska deildin heldur áfram að vaxa á alþjóðlegri grund og stefnum á að ná enn lengra“ segir Emilía Ósk Grétarsdóttir hjá RÍSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert