Erfitt val fyrir höndum í Kópavogi í gær

Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi.
Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi. Ljósmynd/Arena

Íslenskir World of Warcraft-leikmenn áttu kvöldið í rafíþróttahöllinni Arena í gær þegar fyrsti World of Warcraft-viðburður Arena fór fram og keppt var í hulgerviskeppni (e. transmog).

Fyrsta samfélagskvöld World of Warcraft-leikmanna í Arena hófst um kvöldmatarleytið í gær og spilaði fólk og spjallaði langt frameftir kvöldi.

Meðan kvöldinu stóð kepptu leikmenn einnig í hulgerviskeppni, eins og kemur fram hér að ofan. Þá klæddu leikmenn persónur sínar upp í sín flottustu herklæði og stilltu þeim upp til sýnis.

Hér má sjá nokkra þátttakendur transmog-keppninnar í Arena í gær …
Hér má sjá nokkra þátttakendur transmog-keppninnar í Arena í gær en á myndina vantar nokkra. Skjáskot/Blizzard/World of Warcraft

Hver öðrum flottari

Dómarinn átti erfitt val fyrir höndum þar sem herklæðin voru hver öðrum flottari. Herklæðin voru einnig mjög mismunandi og mátti þar sjá glæsileg gyllt klæði, myrk og vígaleg klæði ásamt töfrandi klæðum og fleiru.

Fyrir rest var Þórir Viðarsson krýndur sigurvegari, en herklæði hans voru í klassískum stíl sem minnti á upprunalegan og hefðbundin stíl leiksins. Þórir fékk nokkrar klukkustundir af spilatíma í verðlaun en gaf þau áfram til annarra World of Warcraft-leikmanna sem voru á staðnum.

Að öllum líkindum verður haldið annað kvöld fyrir World of Warcraft-leikmenn á Íslandi síðar þar sem kvöldið þótti takast vel til.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is