Fjölga verðlaunum og draga úr kröfum á sama tíma

League of Legends.
League of Legends. Grafík/Riot Games

Leikmenn League of Legends eiga von á fleiri verðlaunum í kjölfar breytinga á metnu spili (e. ranked play) á næsta tímabili.

Leikmenn sem enda hvert splitt á tímabilinu á gullstigi (e. gold rank) eða ofar hafa fengið verðlaun eins og búninga fyrir að hafa komið sér svo ofarlega á keppnislistann (e. rank). Það hefur þó ollið nokkrum vandræðum samkvæmt Riot Games.

Komast á gullstig og hætta að spila

Þá vegna þess að leikmenn eiga það til að hætta að spila þegar þeir hafa náð að spila sig upp á gullstig. Eins vegna þess að getumiklir leikmenn þurfa aðeins að spila örfáa leiki til þess að halda sér á gullstigi, meðan aðrir leikmenn þurfa að harka talsvert meira og verja þ.a.l. mikið meiri tíma í leiknum.

„Þegar uppi er staðið, viljum við að þú hafir alltaf eitthvað markmið til þess að eltast við, og verðlauna þig fyrir áfangasigrana sem þú nærð á vegferðinni,“ segir Chris Roberts „Riot Auberaun“ hjá Riot Games.

„Hvað með alla leikmennina á silfurstigi og neðar? Sem spila hundruði leikja á ári og eru sífellt að reyna að læra meira og bæta sig?“ segir Chris Wallace „cwal“, leikjahönnuður hjá Riot Games.

Riot Games leitast því við að finna jafnvægi milli þess að verðlauna leikmenn fyrir hæfni sína innanleikjar og að verðlauna leikmenn fyrir þann tíma sem þeir hafa varið í metið spil (e. ranked play).

Bel'Veth í League of Legends.
Bel'Veth í League of Legends. Grafík/Riot Games

Vilja verðlauna leikmennina sína

„Auðvitað viljum við verðlauna leikmenn fyrir að klífa hærra og hærra upp stigann. Svo leikmenn á gullstigi eða ofar munu ennþá eignast búningana og litapalletturnar (e. chroma). Núna munu leikmenn í neðri getustigum líka fá tækifæri til þess að vinna sér inn þessa búninga, ef þeir gefa sér tíma til þess.“

Það þýðir að leikmenn sem ekki eru komnir upp á gullstig í lok hvers splitts geta unnið sér inn verðlaunin með því að verja meiri tíma í að spila leikinn.

Eins munu þeir leikmenn sem ná að spila sig upp á gullstig einhvern tímann á splittinu fá verðlaunin, jafnvel þó þeir detti aftur niður á silfurstig.

Fleiri og veglegri verðlaun

Á næsta ári verður einnig einfaldara að vinna sér til þessara verðlauna, með splittstigum. Þá fá leikmenn stig fyrir hvern metinn leik sem er spilaður, nokkur fyrir hvern sigur og aðeins færri fyrir hvern tapleik.

Verðlaun fyrir metið spil verða fleiri sem veglegri á næsta ári, en þau munu fela í sér hluti á borð við Hextech-lykla, fjársjóðskistur og fleira sem leikmenn opna fyrir með árangri sínum innanleikjar.

Með breytingunum fá leikmenn einfaldlega fleiri stig fyrir hvern sigur, og örlítið færri fyrir tapleik.

Fylgjast grannt með

„Við erum að fjölga verðlaunum og gefa þau aðeins fyrr á tímabilinu. Á sama tíma höfum við lækkað fjölda leikja sem þarf að spila til þess að ná að vinna sér inn einhver af þessum verðlaunum.“

Þar sem þetta eru nokkuð afdrifaríkar breytingar kveðst fyrirtækið ætla að fylgjast grannt með því hvernig þetta kemur út.

Á næstunni mun Riot Games gefa út myndband með nánari upplýsingum um þetta. Þá munu þróunaraðilar leiksins greina nánar frá smáatriðum í tengslum við þetta ásamt fleiru.

Nánar um þetta má lesa í færslu hjá Riot Games.

Hvaða eldhús fær þitt atkvæði?

  • Sigtýr Ægir
  • Móna Lind
  • Kleópatra Thorstensen
  • Birta Amarie
  • Adinda Marita
mbl.is