Fjórir nýir ganga berserksgang á fyrsta tímabilinu

World of Warcraft Dragonflight.
World of Warcraft Dragonflight. Grafík/Blizzard

Fyrsta tímabilið í World of Warcraft Dragonflight er hafið og með því geta leikmenn unnið fjölda nýrra verðlauna og afreka með ýmsu móti.

Nýtt PvP-tímabil er einnig hafið ásamt því að ný ránsferð (e. Raid) hefur verið kynnt til leiks. Fjórir nýir heimsendakarlar (e. World Boss) munu nú ganga berserksgang um Drekaeyjarnar en margt fleira bíður leikmanna innan World of Warcraft.

Ráðist inn í Goðsagnahvelfingu Holdgervinganna

Nýja ránsferðin heitir „Goðsagnahvelfing Holdgervinganna“ (e. Vault of the Incarnates) og er spilanleg í Venjulegri, Hetju- og Mythic-erfiðleikastillingu. Að sama skapi lofar Blizzard vikulegu viðhaldi á henni. 

„Prímalistarnir brutust inn í Títan-fangelsið sem áður hafði haldið Holdgervingunum í árþúsundir. Innan þess framkvæmir Raszageth ljótan helgisið til þess að frelsa systkin svo þau geti losnað undan áhrifum Títans,“ segir Blizzard um ránsferðina.

„Hetjur Azeroth verða að ráðast á þetta óviðráðanlega virki og brjóta niður varnir þeirra til þess að  binda enda á þessa ógn.“

Goðsagnahvelfing Holdgervinganna, World of Warcraft Dragonflight.
Goðsagnahvelfing Holdgervinganna, World of Warcraft Dragonflight. Grafík/Blizzard

Spilað milli flokka

Víxlspilun flokka (e. cross-faction) stendur leikmönnum til boða í Mythic-stillingu ránsferðarinnar nú þegar.

Sextán leikmenn, af tuttugu, þurfa að vera í sama félagi (e. guild) og flokki (e. faction) til þess að geta fengið inngöngu í Frægðarhöllina (e. Hall of Fame) og hlotið verðlaunin sem fylgja.

Ganga berserksgang sitt á hvað

Líkt og kemur fram efst í fréttinni mega leikmenn búast við því að mæta fjórum nýjum endakörlum.

Endakarlarnir ganga berserksgang sitt á hvað um Drekaeyjarnar í eina viku í senn og fer leirvængurinn Basrikron (e. Basrikron, The Shale Wing) fyrstur á stjá.

Nýju heimsendakarlarnir á Drekaeyjunum.
Nýju heimsendakarlarnir á Drekaeyjunum. Skjáskot/Blizzard

Ásamt Basrikron mun Skelfingarloginn Bazual (e. Bazual The Dreaded Flame) láta sjá sig ásamt Framtíðarmeininu Lisaknoth (Lisaknoth, the Futurebane) og Himnaeymdinni Strunaraan.

Nánar um þetta, nýju verðlaunin, nýja PvP-tímabilið, má lesa í tilkynningu frá Blizzard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka