Innsýn í líf rafíþróttamannsins

Myndin verður frumsýnd í janúar.
Myndin verður frumsýnd í janúar. Ljósmynd/AgainstAll

Ný heimildarmynd, unnin af BBC, þar sem stórmótið í Counter-Strike sem fór fram í Brasilíu árið 2022 er væntanleg.

ESL og BBC vinna myndina saman og sér BBC um að framleiða efnið en ESL er mótshaldari helstu stórmóta í leiknum. Stórmótið í Brasilíu fór fram í byrjun nóvember síðasta árs og var einn stærsti viðburður í sögu leiksins.

Aðgengileg öllum

Heimildarmyndin verður frumsýnd í janúar á YouTube-rás ESL og verður aðgegngileg öllum sem vilja. Heimildarmyndin er sögð vera ákveðinn vendipunktur leiksins þar sem hægt verður að sýna framfarir leiksins og umstangsins kringum rafíþróttir. 

BBC Studios fékk útvarpsþáttastjórnandann og Counter-Strike unnandann „OJ Borg“ til þess að fylgja okkur í gegnum myndina en hann hefur starfað sem kynnir á fjölmörgum viðburðum í Counter-Strike og því kunnugur vettvanginum.

Heimildarmyndinni er gert að sýna frá mótinu og veita innsýn í líf rafíþróttamannsins á veg sem aldrei hefur sést áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert