Ekki reynst bestir þrátt fyrir að vera á heimavelli

World of Warcraft Dragonflight.
World of Warcraft Dragonflight. Grafík/Blizzard

Nýjasti aukapakkinn í World of Warcraft hefur notið mikilla vinsælda meðal leikmannna. Það er nóg um að vera hjá þeim í nýju dýflissunum og ránsferðunum sem fylgdu með aukapakkanum. 

Á heimasíðunni icy-veins kemur fram að í Mythic+-dýflissuferðum fyrsta tímabilsins gekk þeim best að veita skaða sem spila Havoc-Púkaveiðimenn (e. Demon Hunter). Þar á eftir komu Outlaw-Rógar mjög sterkir inn ásamt Windwalker-Munkum.

Því væri ekki vitlaust að bjóða leikmönnum sem spila þessa klassa með sér í Mythic+-dýflissuferðir á tímabilinu.

Leikmenn sem spila Protection-Bardagamenn (e. warrior) hafa einnig sannað sig á tímabilinu og hafa reynst bestir í verkið. Blood-Dauðariddarar eru þar rétt á eftir með næst besta árangurinn í hlutverki tanks ásamt Guardian-Drúidum.

Kom á óvart

Veltir maður þá fyrir sér hverjir sterkustu heilararnir séu, sérstaklega þar sem nýji kynþátturinn og klassinn, Dracthyr Evoker, getur verið sérhæfður sem heilari.

Þrátt fyrir það eru Dracthyrar ekki efstir á listanum yfir heilara, en það eru Restoration-Drúidar sem hafa reynst sterkustu heilararnir í Dragonflight á þessu tímabili.

Preservation-Evokerar hafa þó reynst næstbestir til verksins í Mythic+-dýflissum, enda eru þeir á heimavelli á Drekaeyjunum.

Holy-Paladínar hafa líka verið mjög sterkir á tímabilinu og sitja í þriðja sæti á llistanum. Alla listana er að finna á heimasíðu Icy-Veins og geta eflaust hjálpað forvitnum leikmönnum að skapa hið fulllkomna lið til dýflissuferða innan Azeroth, á Drekayjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert