Sims-leikur rafíþróttavefsins í fullu fjöri

Hönnunarkeppni mbl.is í tölvuleiknum Sims 4 er farin af stað.
Hönnunarkeppni mbl.is í tölvuleiknum Sims 4 er farin af stað. Grafík/Jón Egill Hafsteinsson

Nú fer hver að verða síðastur til þess að skrá sig í Sims-leik rafíþróttavefs mbl.is, hönnunarkeppni þar sem sigurvegarinn fær glænýja tölvu frá Tölvutek í verðlaun.

Fyrr í mánuðinum fór fyrsta hönnunarkeppni rafíþróttavefs mbl.is í tölvuleiknum Sims 4 af stað en keppnin snýr að því að hanna eldhús innanleikjar.

Nú er aðeins ein vika eftir af skilafresti innsendinga en myndir af eldhúsinu þurfa að berast til blaðamanns í netfangið vidja@mbl.is. Í næstu viku verða myndir af fimm flottustu eldhúsunum birtar og munu lesendur þá kjósa sigurvegarann.

Frjálsar hendur við hönnunina

Keppendur hafa nokkuð frjálsar hendur í keppninni þar sem leyfilegt er að nota hluti úr öllum aukapökkum og eru mod einnig leyfileg við hönnunina. Að sama skapi er leikurinn nú gjaldfrjáls til spilunar og getur því hver sem er tekið þátt án þess að greiða krónu fyrir það,

Skilafresturinn rennur út á miðnætti, sunnudaginn 22. janúar, en nánar um leikinn og leikreglur má lesa í fréttinni hér að neðan.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is