Viltu vinna fartölvu í Sims-hönnunarkeppni mbl.is ?

Hönnunarkeppni mbl.is í tölvuleiknum Sims 4 er farin af stað.
Hönnunarkeppni mbl.is í tölvuleiknum Sims 4 er farin af stað. Grafík/Jón Egill Hafsteinsson

Rafíþróttavefur mbl.is efnir til sinnar fyrstu hönnunarkeppni í Sims 4 og er til mikils að vinna þar sem sigurvegarinn fær glænýja fartölvu frá Tölvutek.

Fyrir nokkrum mánuðum varð Sims 4 gjaldfrjáls til spilunar sem þýðir að hver sem er getur tekið þátt í leiknum.

Keppendur hanna eldhús innanleikjar og hafa við það fullkomlega frjálsar hendur, þar sem allir aukapakkar sem og mod eru leyfileg við hönnunina.

Dómnefnd mbl.is velur fimm bestu eldhúsin, síðan færist boltinn yfir til lesanda og skera þeir úr um flottasta eldhúsið með atkvæðagreiðslu.

Tilkynnt verður um sigurvegara á miðvikudaginn 1. febrúar.

Er þetta því kjörið tækifæri til þess að leyfa sköpunargleðinni að leika lausum hala, prófa leikinn eða jafnvel kveikja á honum eftir langt hlé.

Leiðbeiningar til þátttöku

Keppendur hanna eldhús í Sims 4 og senda að hámarki þrjár myndir af því á netfangið vidja@mbl.is. Tekið er við innslögum frá birtingu þessar fréttar.

Fullt nafn og aldur þátttakanda þarf að fylgja með innsendingunni en leyfilegt er að láta titil eða lýsingu á eldhúsinu fylgja líka með.

Hver þátttakandi getur aðeins sent inn myndir af einu eldhúsi í keppnina.

Allir aukapakkar og mod eru leyfileg við hönnun eldhússins. Frjálsar hendur.

Skilafrestur innsendinga er til miðnættis á sunnudaginn 22. janúar.

Stefnt er að því að birta myndir af fimm bestu eldhúsunum á rafíþróttavef mbl.is á þriðjudaginn 24. janúar með valmöguleika fyrir lesendur að kjósa.

Kosningunni lýkur á miðnætti 31. janúar, klukkan 23:59 og verður tilkynnt um sigurvegara á miðvikudaginn 1 febrúar. Lesendur og aðrir áhugasamir hafa því um eina viku frá birtingu innslaga til þess að gefa sitt atkvæði.

Hvaða eldhús fær þitt atkvæði?

  • Sigtýr Ægir
  • Móna Lind
  • Kleópatra Thorstensen
  • Birta Amarie
  • Adinda Marita
mbl.is